12. september 2017
12. september 2017
Þessi frétt er meira en árs gömul
Umferðareftirlit á Suðurnesjum
Sex ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Einn þeirra ók á rúmlega tvöföldum hámarkshraða eða 63 km hraða þar sem hámarkshraðinn er 30 km á klukkustund. Þá voru þrír ökumenn handteknir grunaðir um vímuefnaakstur. Loks voru skráningarnúmer fjarlægð af fjórum bifreiðum sem voru ýmis ótryggðar eða óskoðaðar.