1. mars 2016
1. mars 2016
Þessi frétt er meira en árs gömul
Umferðareftirlit á höfuðborgarsvæðinu
Rúmlega sextíu ökumenn voru stöðvaðir í miðborginni um helgina í sérstöku umferðareftirliti lögreglunnar. Þrír þeirra reyndust ölvaðir og/eða undir áhrifum fíkniefna og eiga hinir sömu ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Þá voru á þriðja tug ökumanna teknir fyrir hraðakstur, en flestir þeirra voru stöðvaðir á Reykjanesbraut í Kópavogi.
Lögreglan hafði enn fremur afskipti af fjörutíu ökutækjum, sem öllum var lagt ólöglega í umdæminu. Loks voru skráningarnúmer fjarlægð af tuttugu ökutækjum á höfuðborgarsvæðinu, en þau voru ýmist ótryggð eða óskoðuð og jafnvel hvoru tveggja.