Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

13. júlí 2006

Þessi frétt er meira en árs gömul

Umferðareftirlit á Hafnarfjarðarvegi

Lögreglan í Hafnarfirði hefur undanfarnar nætur verið með umferðareftirlit á Hafnarfjarðarvegi á móts við Silfurtún. Aðfaranótt þriðjudags voru 120 bifreiðar stöðvaðar og kannað með ástand ökumanna og réttindi þeirra.

Allir þeir ökumenn sem rætt var við reyndust í góðu lagi en nokkrir höfðu ekki ökuskírteini sín meðferðis.

Í nótt var sams konar eftirlit á Hafnarfjarðarvegi í samvinnu við lögregluna í Kópavogi. Öll ökutæki sem fóru um Hafnarfjarðarveg á tímabilinu kl. 01:00 til 02:30 voru stöðvuð og ástand ökumanna kannað. Í þetta skiptið þurfti að hafa frekari afskipti af þremur ökumönnum, en þeir eru grunaðir um ölvun við akstur.