Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

4. febrúar 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Umferðareftirlit – 80 ökumenn stöðvaðir

Rúmlega áttatíu ökumenn voru stöðvaðir í umferðareftirliti lögreglunnar í miðborginni í gærkvöld. Einn ökumaður reyndist ölvaður við stýrið og var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Annar ökumaður var líka látinn hætta akstri en sá hafði sömuleiðis neytt áfengis en var þó undir leyfilegum mörkum. Sem fyrr var ljósabúnaði nokkurra ökutækja áfátt en lögreglan hvetur ökumenn til að hafa hann alltaf í lagi.