20. október 2014
20. október 2014
Þessi frétt er meira en árs gömul
Umferðareftirlit – 260 ökumenn stöðvaðir
Tvö hundruð og sextíu ökumenn voru stöðvaðir í miðborginni um helgina í sérstöku umferðareftirliti lögreglunnar. Tveir ökumenn reyndust ölvaðir og/eða undir áhrifum fíkniefna og eiga þeir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Fjórum til viðbótar var gert að hætta akstri en þeir höfðu neytt áfengis en voru undir refsimörkum.
Auk þessa voru níu aðrir ökumenn teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í umdæminu um helgina.