11. apríl 2011
11. apríl 2011
Þessi frétt er meira en árs gömul
Umferðareftirlit – 220 ökumenn stöðvaðir
Tvö hundruð og tuttugu ökumenn voru stöðvaðir í sérstöku umferðareftirliti lögreglunnar í borginni um helgina. Einn reyndist ölvaður og fjórum ökumönnum til viðbótar var gert að hætta akstri en þeir höfðu neytt áfengis en voru þó undir leyfilegum mörkum.