12. september 2014
12. september 2014
Þessi frétt er meira en árs gömul
Umferðareftirlit – 200 ökumenn stöðvaðir
Hátt í tvö hundruð ökumenn voru stöðvaðir í miðborginni í gærkvöld og nótt í sérstöku umferðareftirliti lögreglunnar. Tveir ökumenn reyndust ölvaðir og eiga þeir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Fjórum til viðbótar var gert að hætta akstri en þeir höfðu neytt áfengis en voru undir refsimörkum.