Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

4. mars 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Umferðareftirlit – 160 ökumenn stöðvaðir

Um hundrað og sextíu ökumenn voru stöðvaðir í miðborginni í gærkvöld og nótt í umferðareftirliti lögreglunnar. Sjö ökumenn reyndust ölvaðir við stýrið eða undir áhrifum fíkniefna og eiga þeir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Fjórir til viðbótar voru handteknir og fluttir á lögreglustöð en þeir voru farþegar í bíl ökumanns sem var undir áhrifum fíknefna. Líkt og ökumaðurinn voru þeir allir í annarlegu ástandi en fíkniefni fundust í bílnum.