Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

10. mars 2014

Þessi frétt er meira en árs gömul

Umferðareftirlit – 100 ökumenn stöðvaðir

Rúmlega eitt hundrað ökumenn voru stöðvaðir í miðborginni um helgina í sérstöku umferðareftirliti lögreglunnar. Fjórir ökumenn reyndust ölvaðir eða undir áhrifum fíkniefna við stýrið og eiga þeir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Þetta segir þó ekki einu sinni hálfa söguna því alls voru tuttugu og sex ökumenn teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina, en hinir síðarnefndu tuttugu og tveir ökumenn voru stöðvaðir víðs vegar í umdæminu.