5. ágúst 2011
5. ágúst 2011
Þessi frétt er meira en árs gömul
Umfangsmikil kannabisræktun stöðvuð á Suðurnesjum
Á fimmtudaginn 04. ágúst 2011 stöðvaði fíkniefnadeild lögreglunnar á Suðurnesjum umfangsmikla kannabisræktun í heimahúsi á Suðurnesjum. Við húsleitina var lagt hald á um 200 kannabisplöntur á ýmsum ræktunarstigum. Einnig var lagt hald á búnað til ræktunar. Húsráðandinn var handtekinn á staðnum og við yfirheyrslu viðurkenndi hann ræktunina og telst málið upplýst.
Lögreglan á Suðurnesjum minnir á fíkniefnasímsvarann, sem er 800-5005. En þangað er hægt að hringda nafnlaust með ábendingar um fíkniefnamisferli.