Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

26. júní 2023

Þessi frétt er meira en árs gömul

Umfangsmikið fíkniefnamál – þrír í gæsluvarðhaldi

Mikið magn fíkniefna fannst um borð í skútu undan suðurströnd Íslands um helgina. Tveir voru handteknir um borð í skútunni og sá þriðji í landi. Þeir hafa allir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 4. júlí á grundvelli rannsóknahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Við aðgerðirnar naut embættið aðstoðar Landhelgisgæslunnar, tollgæslu, lögreglunnar á Suðurnesjum og sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu.