Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

15. febrúar 2013

Þessi frétt er meira en árs gömul

Umfangsmikið fíkniefnamál – áframhaldandi gæsluvarðhald

Karl á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. febrúar í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli. Maðurinn, sem er annar þeirra sem voru fyrst handteknir í þágu rannsóknarinnar, hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Fjórir aðrir eru í haldi lögreglunnar vegna málsins.