Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

14. júlí 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Umfangsmikið fíkniefnamál

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á mikið magn e-taflna í íbúðarhúsnæði í umdæminu í lok síðasta mánaðar, en talið er að þær hafi verið framleiddar í öflugri töflugerðarvél/pressu sem er nú sömuleiðis í vörslu lögreglu. Vélin/pressan var haldlögð annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, en fimm karlar voru handteknir í þágu rannsóknarinnar, sem er umfangsmikil. Fjórir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald, og eru tveir enn í haldi lögreglu. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.