Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

28. október 2025

Umboðsskrifstofur TR lokaðar 31. október

Föstudaginn 31. október næstkomandi munu allar umboðsskrifstofur Tryggingastofnunar vera lokaðar.

Starfsfólk tekur þátt í fræðslu- og samstarfsdegi Tryggingastofnunar. Áhersla verður lögð á nýtt kerfi örorkulífeyris og sjúkra- og endurhæfingargreiðslna sem og nýtt vinnslukerfi sem hefur verið í innleiðingu. Markmiðið er að efla þekkingu og samvinnu umboðsmanna og starfsfólks TR til að tryggja áfram góða og faglega þjónustu við viðskiptavini stofnunarinnar.

Umboðsskrifstofur opna aftur á venjulegum afgreiðslutíma mánudaginn 3. nóvember.