20. febrúar 2019
20. febrúar 2019
Þessi frétt er meira en árs gömul
Um akstursskilyrði
Akstur á móti sól þegar hún er lágt á lofti krefst þess að ökumenn séu með kveikt á öllum skilningarvitum. Ekki bætir síðan úr skák þegar göturnar eru blautar að auki. Það er hættuleg blanda því þá geta skapast enn hættulegri aðstæður vegna blindunar af völdum sólarinnar. Munum því að taka alltaf mið af aðstæðum hverju sinni þegar við erum á ferð í umferðinni.