Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

4. ágúst 2006

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tvö fíkniefnamál í Reykjavík

Fimm manns voru færðir á lögreglustöðina í Reykjavík vegna tveggja fíkniefnamála í gærkvöldi og nótt. Fjórir karlmenn voru teknir á gististað í borginni en í herbergi þeirra fundust ætluð fíkniefni. Mennirnir eru á þrítugs- og fertugsaldri og voru þrír þeirra látnir gista í fangageymslu lögreglunnar en þeim fjórða var sleppt eftir yfirheyrslu.

Þá var kona vistuð í fangageymslu lögreglunnar eftir að til hennar sást í mjög annarlega ástandi. Á konunni og í bifreið hennar fundust ætluð fíkniefni.