15. janúar 2009
15. janúar 2009
Þessi frétt er meira en árs gömul
Tveir teknir fyrir ölvunarakstur
Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld. Fyrst var karl um fertugt tekinn fyrir þessar sakir í Garðabæ en sá hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Í bíl hans fundust jafnframt ætluð fíkniefni. Um klukkutíma síðar hafði lögreglan afskipti af ökumanni á Laugavegi og var hann sömuleiðis undir áhrifum áfengis. Um var að ræða karl á sextugsaldri en viðkomandi var einnig með hníf í fórum sínum. Hnífurinn var haldlagður.