27. júlí 2023
27. júlí 2023
Tveir sjúkraliðar HSU útskrifast með viðbótar diplóma frá Háskólanum á Akureyri
Tveir sjúkraliðar frá HSU í fyrsta hópi starfandi sjúkraliða sem útskrifast úr nýju námi með viðbótar diplóma frá Háskólanum á Akureyri.
Þann 10. júní síðastliðinn útskrifaðist fyrsti hópur sjúkraliða sem lagt hefur stund á tveggja ára fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða frá Háskólanum á Akureyri. Mun færri komust að en vildu en svo ánægjulega vill til að HSU átti tvo starfsmenn í þessum metnaðarfulla hópi, eða þær Áslaugu Steinunni Kjartansdóttur sjúkraliða og aðstoðardeildarstjóra á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum og Dagnýju Ómarsdóttur sjúkraliða og aðstoðardeildarstjóra á Ljósheimum á Selfossi.
Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan flotta áfanga.
Áslaug Steinunn er sú fjórða í miðjuröðinni frá vinstri og Dagný er lengst til hægri í neðstu röð.
Mynd fengin að láni af heimasíðu Sjúkraliðafélags Íslands.