Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

24. maí 2008

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tveir ökumenn kærðir fyrir að aka sviptir við Selfoss

Lögreglan á Selfossi stöðvaði á milli klukkan átta og níu í morgun um 70 ökumenn á Suðurlandsvegi við Biskupstungabraut. Þetta var almennt umferðareftirlit í þeim tilgangi að kanna ástand ökumanna og ökutækja. Í þessum hópi reyndust tveir ökumenn sviptir ökuréttindum og verða ákærðir fyrir það brot.