Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

4. nóvember 2016

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tveir ökumenn grunaðir um vímuefnaakstur

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í vikunni vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna var með fíkniefni í fórum sínum. Sama máli gegndi um farþega sem var í bílnum með honum. Annar ökumaður var einnig handtekinn vegna gruns um vímuefnaakstur og færður á lögreglustöð.