Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

2. febrúar 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tvær lendingar vegna veikinda

Tvær flugvélar þurftu að lenda á Keflavíkurflugvelli um helgina vegna veikinda farþega. Í fyrra tilvikinu var um að ræða vél frá Omni Air International sem var á leið frá Jacksonville í Bandaríkjunum til Shannon á Írlandi. Farþeginn var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Í síðara tilvikinu var um að ræða flugvél á leið frá Moskvu til New York. Farþeginn var einnig fluttur undir læknishendur á HSS.