Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

1. júní 2012

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tuttugu og tveir óku of hratt

Lögreglan á Suðurnesjum hafði í vikunni afskipti af tuttugu og tveimur ökumönnum sem óku yfir löglegum hraða. Flest áttu brotin sér stað á Hringbraut í Reykjanesbæ, þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar á klukkustund, en einnig á Njarðarbraut og Reykjanesbraut. Þá voru átta ökumenn til viðbótar ekki með bílbelti spennt, tveir óku á nagladekkjum og einn sviptur ökuréttindum. Enn einn ók með filmur í fremri hliðarrúðum bifreiðar sinnar og annar var á óskoðuðu og ótryggðu ökutæki, auk þess sem hann var ekki með ökuskírteini meðferðis.