Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

29. september 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Trampólín og aðrir lausamunir

Leiðindaveðri er spáð á höfuðborgarsvæðinu og er fólk minnt á að festa lausamuni eða koma þeim í skjól. Þetta á ekki síst við um trampólín en þau eiga það til að fjúka þegar hvessir. Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu næsta sólarhringinn eru þessar: Vaxandi austanátt og rigning, 8-15 í kvöld en 13-18 í nótt. Suðlægari 13-20 og skúrir á morgun. Hiti 8 til 13 stig. (www.vedur.is)