Fara beint í efnið

29. ágúst 2024

Nýjung í þjónustu TR - hægt að bóka viðtöl í Noona appinu

Starfsfólk Tryggingastofnunar leggur áherslu á að þjónusta viðskiptavini sína sem allra best og með fjölbreyttum hætti. Nú bjóðum við uppá viðtöl við sérfræðing TR sem hægt er að bóka í Noona appinu.

Logo Noona

Viðtölin eru einkum ætluð fyrir viðskiptavini sem telja sig ekki geta fengið leyst úr fyrirspurnum eða erindum sínum í almennum viðtölum í þjónustumiðstöð eða í síma eða tölvupósti og þurfa því frekari ráðgjöf.

Hægt er að bóka viðtöl vegna: ellilífeyris, endurhæfingar og innheimtu. Einnig er umboðsmaður viðskiptavina með bókanleg viðtöl í Noona.

Bóka tíma á Noona