Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

10. febrúar 2009

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tólf líkamsárásir

Tólf líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina. Meirihluti þeirra, eða sjö, átti sér stað í miðborginni aðfaranótt laugardags. Flestar líkamsárásanna voru minniháttar en tveir eða þrír karlar fóru þó nefbrotnir heim eftir skemmtanir næturinnar. Þá kinnbeinsbrotnaði einn maður á öldurhúsi en aðrir sem lentu í átökum um síðustu helgi sluppu mun betur með skrekkinn. Í flestum tilvikum voru bæði gerandi og þolandi undir áhrifum áfengis.