Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

30. júlí 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tólf líkamsárásir

Tólf líkamsárásir voru tilkynntir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina og þurftu nokkrir að leita sér aðhlynningar á slysadeild. Tvítugur piltur handleggsbrotnaði eftir átök á Laugavegi og í Bankastræti var bitið í eyra konu á þrítugsaldri. Starfsmaður veitingahúss var sleginn í andlitið þegar hann hugðist stöðva viðskiptavini sem ætluðu að stinga af frá ógreiddum reikningi og starfsmaður verslunar fékk svipaða útreið þegar hann ætlaði að koma í veg fyrir gripdeild.