21. október 2025
21. október 2025
Tölur úr starfsemi Heimferða- og fylgdadeildar RLS
Loknum málum heimferða- og fylgdadeildar RLS hefur fjölgað frá fyrra ári, sé litið til fyrstu níu mánaða ársins 2025. Alls fóru 298 útlendingar úr landi í fylgd lögreglu á því tímabili, sem jafngildir að meðaltali 33 málum á mánuði. Á sama tímabili árið 2024 voru málin 248, eða að meðaltali 27,5 á mánuði.

Töluverð fjölgun hefur orðið á þeim sem fara úr landi án fylgdar, þ.e. einstaklingum sem fylgt er út í flugvél en yfirgefa landið án lögreglufylgdar. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru þeir 116 talsins, samanborið við 32 á sama tímabili árið áður.

Fjölmennasti hópurinn sem fylgt er úr landi eru fyrrum umsækjendur um alþjóðlega vernd, og er það jafnframt fjölmennasti hópurinn sem bíður afgreiðslu. Á eftir þeim koma þeir sem dvelja hér á landi í ólögmætri dvöl.
Lokin mál:


Fjölmennasti hópurinn er sem vísað er frá landi eru einstaklingar frá;
Albaníu, Úkraínu, Nígeríu, Georgíu og Venesúela.

Algengast er að einstaklingum er vísað til heimalands eða þess lands sem það hefur rétt til dvalar í. Þetta eru; Albanía, Pólland, Grikkland, Georgía og Venesúela.

Unnið er að því að afla ferðaskilríkja fyrir 54 einstaklinga. Í því felst að auðkenna einstaklinga, staðfesta ríkisfang þeirra og afla skilríkja svo hægt sé að fylgja viðkomandi til heimaríkis eða þess lands þar sem það hefur rétt til dvalar.
Frekari upplýsingar um verkefni Heimferða- og fylgdardeildar veitir Marín Þórsdóttir verkefnastjóri, marin.thorsdottir@logreglan.is.