3. nóvember 2015
3. nóvember 2015
Þessi frétt er meira en árs gömul
Tjón unnið á bifreiðum
Tjón var unnið á tveimur bifreiðum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Frambretti annarrar þeirra hafði verið rispað og framhjólbarði sprengdur. Framhjólbarði hinnar bifreiðarinnar hafði einnig verið sprengdur.
Ekki er vitað hverjir voru að verki en lögregla rannsakar málið.
Þá var einn ölvaður ökumaður handtekinn og annar án ökuréttinda stöðvaður.