23. nóvember 2010
23. nóvember 2010
Þessi frétt er meira en árs gömul
Tíu líkamsárásir um helgina
Tíu líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina og voru þær flestar minniháttar. Fimm þeirra áttu sér stað í miðborginni en hinar á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Ein sú grófasta átti sér stað aðfaranótt sunnudags en þá var karl á þrítugsaldri sleginn í höfuðið með bjórflösku. Maðurinn kom sér sjálfur á slysadeild en hann fékk stóran skurð á ennið auk þess sem brotnaði upp úr nokkrum af tönnum hans.