Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

17. mars 2008

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tíu líkamsárásir um helgina

Tíu líkamsárásir voru tilkynntir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina en nær allar voru þær minniháttar. Nokkrir þurftu samt að leita sér aðhlynningar á slysadeild en fáeinir árásarþolar sátu eftir með skurð á höfði. Einn þeirra hafði farið í sjómann við ónefndan aðila á krá í miðborginni og haft betur. Sá sem tapaði tók því illa og svaraði fyrir sig með fyrrgreindum afleiðingum. Þrjár þessara tilkynntu líkamsárása áttu sér stað utan miðborgarinnar, þar af ein í heimahúsi.