Fara beint í efnið

23. ágúst 2024

Tímabundin grímuskylda heimsóknargesta á SAk

Til að fyrirbyggja smitsjúkdóma hefur verið ákveðið að setja á grímuskyldu heimsóknargesti legudeilda, bráðamóttöku og göngudeild lyflækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Grímuskylda

Grímuskylda á við um eftirfarandi deildir:

  • Lyflækningadeild

  • Skurðlækningadeild

  • Barnadeild

  • Fæðingadeild

  • Geðdeild

  • Gjörgæsludeild

  • Göngudeild lyflækninga

  • Bráðamóttöku

  • Legudeild Kristnesspítala

Heimsóknargestir sem eru með einkenni sem geta samrýmst öndunarfærasýkingu mega ekki koma í heimsókn á þessar deildir.

Einnig er mikilvægt að huga að því hvort einhver í nærumhverfi sé með smitandi sjúkdóm.