Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

15. apríl 2021

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tilslakanir á samkomutakmörkunum

Ný reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar hefur tekið gildi. Helstu breytingarnar eru þær að almennar fjöldatakmarkanir miðast nú við 20 manns, auk þess sem ýmis starfsemi hefst á nýjan leik. Þar má nefna að sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og krár opna aftur, en starfsemin er þó háð skilyrðum. Íþróttaæfingar- og keppnir bæði barna og fullorðna eru líka heimilar og sama gildir um sviðslistir. Þá mega nú 100 manns vera við útfarir. Sjá nánar á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins.

Heimasíða heilbrigðisráðuneytisins