4. desember 2008
4. desember 2008
Þessi frétt er meira en árs gömul
Tilraun til að bera fíkniefni inn á Litla-Hraun
Lögreglunni á Selfossi barst í gær tilkynning frá Fangelsinu á Litla hrauni um að fíkniefnaleitarhundur fangelsisins hefði merkt á konu sem var að koma í heimsókn til eins fangans. Konan hafi síðan framvísað fíkniefnum sem hún var með innvortis við fangaverði. Hún var flutt á lögreglustöðina á Selfossi og yfirheyrð þar en látin laus að því loknu. Um lítliræði af kókaíni og amfetamíni auk lyfjataflna var að ræða.
Fangaverðir á Litla Hrauni leggja mikla vinnu í að upplýsa um tilraunir til að smygla fíkniefnum inn til fanga þar og er samstarf þeirra við lögreglu mikið og gott í þeim efnum. Samstarf þessarra aðila skilaði því að hald var lagt á 30 gramma sendingu af amfetamíni til fanga í síðustu viku.