15. janúar 2026
15. janúar 2026
Tilnefningar óskast til Hvatningarverðlauna skógræktar 2026
Hvatningarverðlaun skógræktar verða veitt í þriðja sinn á alþjóðlegum degi skóga 21. mars. Frestur til að skila inn tilnefningum er til 15. febrúar.

Verðlaunin eru veitt árlega einstaklingum, hópum, fyrirtækjum, félögum eða stofnunum sem unnið hafa óeigingjarnt starf í þágu skógræktar á Íslandi. Þeim er ætlað að hvetja viðkomandi áfram til nýrra afreka næstu ár eða áratugi!
Tilnefningafrestur er til 16. febrúar. Tilnefningu má fylla út á vef Skógræktarfélags Íslands:
Senda tilnefningu
Ef þú þekkir einhvern eða einhverja sem eru að gera virkilega góða hluti innan skógræktar og eiga hvatningu skilið – endilega sendu inn tilnefningu!
