18. janúar 2024
18. janúar 2024
Tilnefningar óskast til Hvatningarverðlauna skógræktar
Hvatningarverðlaun skógræktar verða veitt í fyrsta sinn á alþjóðlegum degi skóga 21. mars. Frestur til að skila inn tilnefningum er til 14. febrúar.
Fyrirhugað er að veita Hvatningarverðlaun skógræktar árlega einstaklingum, hópum, fyrirtækjum, félögum eða stofnunum sem unnið hafa óeigingjarnt starf í þágu skógræktar á Íslandi.
Að verðlaununum standa Skógræktarfélag Íslands, Land og skógur og Bændasamtök Íslands.
Tilnefningafrestur er til 14. febrúar. Tilnefningu má fylla út á vef Skógræktarfélags Íslands.
Fólk er hvatt til að senda tilnefningar ef það veit um einstaklinga, hópa, fyrirtæki, félög eða stofnanir sem þykja hafa skarað fram úr í skógrækt og verðskulda fyrir það hvatningu. Endilega sendið inn tilnefningar fyrir 14. febrúar!