Fara beint í efnið

6. desember 2023

Tillaga að tekjuáætlun 2024 birt á Mínum síðum TR

Tillaga að tekjuáætlun fyrir árið 2024 hefur verið birt á Mínum síðum TR og þar er hægt að leiðrétta hana ef þörf er á.

TR logo

Hér er um tillögu að ræða og ef ekki eru gerðar breytingar á henni verða greiðslur til viðkomandi frá TR á árinu 2024 reiknaðar samkvæmt þessari tillögu. 

Hvað er tekjuáætlun?

  • Tekjuáætlun sýnir væntanlegar tekjur árið 2024.

  • Það er mjög mikilvægt að fara yfir tillögu að tekjuáætlun 2024, svo greiðslur til hvers og eins frá TR verði sem réttastar.

  • Ef viðkomandi telur tillöguna ekki endurspegla væntanlegar tekjur ársins 2024 er mikilvægt að leiðrétta hana á Mínum síðum TR.

Við hvetjum öll til að skoða tekjuáætlun sína vandlega. Upplýsingar í tekjuáætlun eru á ábyrgð hvers og eins.  

Útreikningar TR

Forsendur TR fyrir tillögu að tekjuáætlun 2024 eru:

  • Skattframtal 2023 vegna tekna 2022

  • Staðgreiðsluskrá 2023

  • Fyrirliggjandi tekjuáætlun

  • Almennar verðlagsbreytingar

Við vekjum athygli á að TR hefur ekki  upplýsingar um breytingar á tekjum einstaklinga.  Það á t.d. við um breytingar á lífeyrisréttindum og mögulegum greiðslum frá stéttarfélögum, eða fjármagnstekjum s.s. söluhagnaði, vaxtatekjum eða leigutekjum. Því er afar mikilvægt að hver og einn fari vel yfir tekjuáætlunina með þetta í huga.

Greiðsluáætlun fyrir árið 2024 verður aðgengileg á Mínum Síðum TR undir lok desember.

Nánar um útfyllingu tekjuáætlunar.

Fræðslumyndband um tekjuáætlun.

Innskráning á Mínar síður TR