Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

15. desember 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tilkynntum þjófnuðum og innbrotum fækkar

Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir nóvembermánuð 2015 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um helstu afbrot sem hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina á síðustu 13 mánuðum og tölur það sem af er ári bornar saman við sama tímabil síðustu þriggja ára.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 640 tilkynningar um hegningarlagabrot í nóvember. Er það töluverð fækkun tilkynninga samanborið við fyrri mánuði. Þar af fækkar tilkynningum um þjófnaði og innbrot hlutfallslega mest. Brotin eru þó fleiri það sem af er ári miðað við meðalfjölda fyrir sama tímabil síðastliðinna þriggja ára. Tilvikum þar sem lögreglumaður var beittur ofbeldi fjölgar hlutfallslega mest á milli mánaða. Þau eru þó álíka mörg og verið hefur undanfarin þrjú ár.