4. október 2019
4. október 2019
Þessi frétt er meira en árs gömul
Tilkynnt um skotvopn – tveir handteknir
Tveir voru handteknir í aðgerðum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í austurborginni nú síðdegis eftir að tilkynning barst um skotvopn í ónefndu húsi. Lagt var hald á skotvopn sem reyndist vera eftirlíking.
Við aðgerðirnar naut embættið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra.
Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.