13. febrúar 2020
13. febrúar 2020
Þessi frétt er meira en árs gömul
Tilkynning vegna slæmrar veðurspár
Vegna slæmrar veðurspár á morgun hvetur lögregla íbúa til að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu á meðan veður gengur yfir og beisla allt lauslegt. Þá eru umráðamenn báta og skipa í höfnum hvattir til að huga að fleyum sínum og tryggi þau svo sem hægt er sökum hárrar sjávarstöðu og áhlaðanda.