Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

23. júlí 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tilkynning vegna rannsóknar máls

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samvinnu við sóttvarnalækni, rannskar nú mál þar sem karlmaður af erlendum uppruna er grunaður um að hafa smitað ungar konur af alvarlegum smitsjúkdómi. Rannsóknin snýr meðal annars að því að skoða hvort fleiri konur kunni að hafa verið í samneyti við manninn og hvort að þær séu smitaðar. Vegna alvarleika málsins verður farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum seinna í dag á meðan lögreglan vinnur að frumrannsókn málsins. Ekki verða veittar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.