Fara beint í efnið

22. nóvember 2024

Tilkynning vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða Læknafélags Íslands 25. nóvember til 28.nóvember

Læknafélag Íslands hefur boðað verkföll sem hefjast mánudaginn 25. nóvember n.k. ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma og nær til lækna sem starfa samkvæmt kjarasamningum Læknafélags Íslands.

HVEkross copy

Læknafélag Íslands hefur boðað verkföll sem hefjast mánudaginn 25. nóvember n.k. ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma og nær til lækna sem starfa samkvæmt kjarasamningum Læknafélags Íslands.

Fyrsta lota verkfallsaðgerða verður frá mánudeginum 25.nóvember til fimmtudagsins 28. nóvember og gildir frá miðnætti (kl. 00) til kl. 12:00 á hádegi hvern daga eða 12 klst. á sólarhring.

Komi til verkfalls mun það hafa áhrif á þjónustu lækna á HVE en þó mismikið eftir starfsstöðvum.

Allri bráðaþjónustu verður sinnt en verkföllin munu hafa áhrif á bókaða tíma og viðtöl lækna á flestum heilsugæslustöðum á tímabilinu 08-12. Einnig viðtöl við lækna á göngudeild og speglanir á sjúkrahúsinu á Akranesi.

Valskurðaðgerðir á sjúkrahúsinu á Akranesi falla niður frá kl. 08-12 þessa daga. Þar sem læknar munu mæta til starfa kl. 12 er ráðgert að skurðaðgerðir geti hafist kl. 12:30.

Þeir skjólstæðingar HVE sem eiga bókaðan tíma/aðgerð á tíma sem boðað verkfall nær til gætu átt von á að tímar falli niður og er bent á að fylgjast vel með að morgni verkfallsdaga.

Áhrif verkfalls mun ekki gæta á eftirtöldum heilsugæslustöðvum HVE

  • · Heilsugæslan Grundarfirði

  • · Heilsugæslan Hólmavík

  • · Heilsugæslan Ólafsvík

  • · Heilsugæslan Stykkishólmi