25. nóvember 2025
25. nóvember 2025
Tilkynning vegna álags á SAK sökum inflúensu
Nú er mikið álag á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) vegna fjölda koma og innlagna sjúklinga með inflúensu og annarra umgangspesta. Einangrunargetan er komin að þolmörkum. Því vill SAk koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri: Ef þið eruð með einkenni öndunarfærasýkingar (inflúensu eða umgangspesta) skal fresta heimsókn. Ef nauðsynlegt er að koma, notið grímu og hreinsið hendur fyrir og eftir heimsókn.

Við minnum á vaktsíma heilsugæslunnar s. 1700 og netspjallHeilsuveru.
Bent er á að æskilegt sé að lesa leiðbeiningar á Heilsuveru áður en leitað er á bráðamóttöku: Inflúensa | Heilsuvera