30. maí 2022
30. maí 2022
Tilkynning um breytingu á rekstraraðila hjúkrunarrýma dvalarheimilisins í Stykkishólmi
Samkvæmt samkomulagi Stykkishólmsbæjar og heilbrigðisráðuneytisins frá 8. febrúar sl. mun Heilbrigðisstofnun Vesturlands
taka við rekstri 15 hjúkrunarýma dvalarheimilisins þann 1. júní n.k. og annast rekstur þeirra í húsnæðinu að Skólastíg 14a uns flutt verður í endurgert húsnæði HVE að Austurgötu 7.Kristín Hannesdóttir hjúkrunarfræðingur sem veitt hefur dvalarheimilinu í Stykkishólmi forstöðu hefur þegið starf hjá HVE og mun hún ásamt flestum starfsmönnum dvalarheimilisins verða starfsmaður HVE frá 1. júni.
Lögð er áhersla á að íbúar í hjúkrunarrýmunum upplifi ekki breytingu á þjónustunni.
HVE hlakkar til að takast á við þetta verkefni og bíður íbúa og starfsmenn velkomana.
Vakin er athygli á að opnað verður nýtt símanúmer 1. júní sem er 432-1285.
Netfangið breytist einnig og verður dvalarheimili.stykk@hve.is