Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

27. ágúst 2013

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tilkynning til ferðamanna varðandi veður um komandi helgi.

Neðangreind tilkynning hefur borist frá almannavaranardeild RLS varðandi veðurspá fyrir komandi helgi:

„Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því sérstaklega til ferðaþjónustuaðila að þeir upplýsi viðskipavini sína um veðurspár og ráðleggi þeim frá ferðalögum á norðanvert hálendið um helgina. Miðað við veðurspár er líklegt að það snjói víða á fjallvegi og því sérstaklega mikilvægt að upplýsingar berist til ferðamanna sem eingöngu eru búnir bifreiðum til sumaraksturs. Þeir sem hyggja á ferðalög eru hvattir til að fylgjast vel með veðurútliti á www.vedur.is og færð á vegum www.vegagerdin.is áður en haldið er af stað.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fylgist náið með framvindunni í samvinnu við Veðurstofuna og miðalar upplýsingum á www.almannavarnir.is og á Facebook síðu deidlarinnar: https://www.facebook.com/Almannavarnir“