24. apríl 2024
24. apríl 2024
Tilkynning frá umdæmislækni sóttvarna á Austurlandi
Vegna mislingatilfellis sem greindist á NA-horni landsins 19.apríl sl. minnir umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi á tilkynningu sóttvarnalæknis, á íslensku, ensku og pólsku sem lesa má HÉR.
Meðal þess mikilvæga sem þar kemur fram er:
Að einkenni koma fram 1 – 3 vikum eftir smit (fjölmenningarhátíðin var 14.apríl).
Smithætta fyrir óbólusetta.
Sýkingavarnir og hverjir teljast viðkvæmir einstaklingar í því sambandi.
Þetta er áréttað til að gera fólki kleift að taka sínar ákvarðanir um hvernig rétt sé að halda sig til hlés, sjálfs sín og annarra vegna.
Bólusetningar: Íbúar á Vopnafirði og Bakkafirði fæddir 1975 – 1987 eru hvattir til að skoða bólusetningarstöðu sína gagnvart mislingum, bæði á pappír (bólusetningarskírteini) og á heilsuvera.is.
Þau sem ekki hafa fengið tvær bólusetningar eru hvött til að þiggja bólusetningu. Teljir þú þig þurfa bólusetningu við mislingum þá hafðu samband í síma 470-3001, 26.apríl – 3.maí kl.11-13. Bólusetningin er þessum einstaklingum að kostnaðarlausu.