Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

23. október 2020

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, -COVID-19

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi.

Aðgerðastjórn vekur athygli á að í verslunum þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð er grímuskylda.

Reglunni hefur ekki í öllum tilfellum verið fylgt og þá m.a. á annatíma matvöruverslana. Reglan hefur þegar verið áréttuð við stjórnendur slíkra verslana í fjórðungnum og hið sama gert hér á þessum vettvangi við íbúa. Markviss grímunotkun okkar í verslunum og annars staðar þar sem erfitt er að tryggja 2 m fjarlægðarmörk getur því orðið eitt af því sem tryggir þig og þá sem þú umgengst og síðast en ekki síst áframhaldandi gott ástand á svæðinu. Má segja að það gildi á öllum tímum í matvöruverslunum en sérstaklega á annatímum líkt og í dag, föstudag.

Gerum þetta saman, fylgjum reglum og gætum að okkur alltaf og allsstaðar.