Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

18. október 2020

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, – COVID-19

Engin skráð COVID smit eru á Austurlandi.

Vísbendingar eru nú um að þriðja bylgja sé að gefa lítillega eftir á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar hertra ráðstafana. Smitstuðull fer lítillega lækkandi og hlutfall þeirra sem greinast og eru í sóttkví fer hækkandi. Vonandi heldur þessi þróun áfram.

Munum þó að enn er fjöldi smitaðra í hæstu hæðum á höfuðborgarsvæðinu og gildir þá litlu við hvað eða hverja er miðað. Talsvert er því í land. Fylgjumst vel með og gleðjumst yfir hverjum góðum tíðindum en höldum vöku okkar áfram og fylgjum lítillega hertum vörnum sem von er á næsta þriðjudag. Fetum áfram og saman þennan þrönga veg og komumst þannig heil heim.