Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

12. október 2020

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, – COVID-19

Einn er nú skráður á COVID.IS í einangrun á Austurlandi. Um tímabundna skráningu er að ræða og fylgir lögheimili. Einangrun viðkomandi er þó í öðrum landshluta og verður breytt til samræmis.

Aðgerðastjórn hvetur íbúa sem fyrr til að gæta varkárni í hvívetna þegar kemur að smitvörnum, muna fjarlægðarmörkin, handþvott og sprittnotkun. Þá áréttar hún tilmæli stjórnvalda um að ferðast ekki til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema brýna nauðsyn beri til. Ástand þar er enn tvísýnt og mikilvægt að við högum okkar málum í samræmi við það.

Gerum þetta saman