Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

5. apríl 2020

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, – COVID-19

„Enn eru sjö í einangrun vegna COVID-19 smits á Austurlandi og hefur því ekki fjölgað síðastliðna fjóra sólarhringa. Engin ný smit hafa komið upp. Í sóttkví eru 76 og því fækkun um fimm frá í gær.

Skimun á Egilsstöðum og á Reyðarfirði gengur vel og sýni þegar verið send Íslenskri erfðagreiningu til greiningar. Fyrstu niðurstaðna er að vænta á morgun og þær þá kynntar.“