Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

8. september 2020

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, – COVID-19

Enginn er í einangrun með smit á Austurlandi.

Norræna kom í morgun til Seyðisfjarðar með 85 farþega og gekk móttaka þeirra með tilheyrandi skimun vel.

Aðgerðastjórn sér ástæðu til að vekja athygli á þeim góða árangri sem náðst hefur í baráttunni við COVID-19 hvort heldur hér í fjórðungnum eða á landsvísu. Slíkt er ekki sjálfgefið og full ástæða til að klappa okkur og náunga okkar á bakið fyrir árvekni og samviskusemi. Gott hjá okkur.